Forsíða Fætur og fegurð Snyrti-og fótaaðgerðastofa


VIÐ ERUM AÐ VINNA Í SÍÐUNNI OKKAR, UPPFÆRA UPPLÝSINGAR OG BREYTA OG BÆTA. ATHUGIÐ AÐ SUMAR UPPLÝSINGAR ERU EKKI RÉTTAR SEM KOMA FRAM HÉR SVO ENDILEGA HAFIÐ SAMBAND EF EINHVERJAR SPURNINGAR VAKNA. SÍMINN OKKAR ER 557-5959. VIÐ ERUM LÍKA Á FACEBOOK - FÆTUR OG FEGURÐ.

Fætur og fegurð er alhliða snyrtistofa, sem býður viðskiptavinum sínum upp á bestu fáanlegu fótameðferðir, andlits-og líkamsmeðferðir sem í boði eru á markaðnum í dag.

Nýir eigendur keyptu rekstur stofunnar þ. 1. október 2014. Undarfarnar vikur hafa verið gerðar miklar breytingar og endurbætur á húsnæði okkar. Húsnæðið er orðið mun bjartara og aðkoman hlýlegri.


Þegar viðskiptavinum líður vel hjá okkur, um leið og þeir fá viðeigandi meðferð, er tilganginum náð. Við leggjum okkur fram við að héðan gangi þeir út endurnærðir á líkama og sál, og mun ánægðari en þegar þeir komu, og hlakki til að koma aftur.

Nær allar meðferðir henta báðum kynjum, vinsælustu meðferðirnar fyrir strákana hafa verið andlitsmeðferðir, fótameðferðir og vaxmeðferðir.

Fætur og fegurð býður upp á ráðgjöf til viðskiptavina hvort sem snýr að vali meðferða á stofu eða vörunotkun heima fyrir.
Fætur og fegurð er leiðandi hvað varðar fætur og fótamein, almenna umhirðu fóta, umhirðu húðar, ráðleggingar og leiðbeiningar til viðskiptavina.

Falleg og heilbrigð húð er varðveitt með því grundvallaratriði að viðhalda jafnvægi hennar og sjá henni daglega fyrir einhverju til varnar og aðlögunar umhverfinu.


                          Nýtt á Íslandi – Sopolish

Fætur og fegurð bíður upp á handsnyrtingu með Sopolish naglameðferð.

Sopolish naglameðferð er gellakk sem borið er á neglurnar og látið þorna inn í UV lampa. Sopolish gellakk endist mun lengur en venjulegt lakk.

Í handsnyrtingu eru neglur klipptar og þjalaðar. Naglaböndum ýtt upp eða klippt ef þörf er á. Yfirborð nagla er pússað og náð fram náttúrulegum gljáa naglarinnar. Gott handanudd er í lok meðferðar. Við höfum í boði lökkun & paraffín handmaska, handskrúbb. Í lúxus handsnyrtingu er handskrúbbur notaður og handamaski.

         
                  Lúxus fótameðferð

        Einstök dekurmeðferð fyrir fætur

Fætur og fegurð hefur þróað með sér sérlega notalega fótameðferð sem er viðameiri en hin venjulega fótaaðgerð og notast er eingöngu við náttúrulegar afurðir.

Fótameðferðin skref fyrir skref:

  • Notalegt fótabað með mýkjandi Aloe vera sápu                        blandað með sótthreinsandi Tee Trea olíu
  • Fætur nuddaðir og skrúbbaðir upp að hnjám með                    Baðsalti frá Saltverki, blandað með kókosolíu.
  • Neglur klipptar og þynntar eftir því sem við á.
  • Hörð húð (sigg) og líkþorn fjarlægð
  • Fætur nuddaðir með Weleda Arnicu olíu sem er bæði bólgueyðandi og róandi. Nuddið hitar, dregur úr bólgum, eykur blóðstreymi, verndar  vöðvana, eykur hreyfigetu og vellíðan.
  • Mýkjandi fótamaski eða heitur parafínmaski 
  • Í lok meðferðar gefst skjólstæðingi kostur á að bæta við lökkun gegn gjaldi.
  • Meðferðin tekur 75-80 mínútur. 
  • Faglegar láðleggingar og fræðsla.